|
 |
 |
22. desember 2008 |
|
 |
 Starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs óskar gestum safnsins, velunnurum þess, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Bestu þakkir fyrir samveruna og samvinnuna á árinu sem er að líða. Sjáumst heil á nýja árinu! Náttúrufræðistofan og Bókasafnið verða lokuð á jóladag og annan í jólum nk.. Á aðfangadag og gamlaársdag er opið frá kl. 10:00 til kl. 12:00, en lokað er á nýársdag. nánar -> |
 |
 |
2. desember 2008 |
|
 |
 Nýlega var greint frá því í fjölmiðlum að PKD−nýrnaveiki hefði greinst í fiski í fyrsta skipti hér á landi. Um fundinn má einnig lesa á heimasíðu Veiðimálastofnunar. Um var að ræða bleikju úr Elliðavatni og frumdýrið Tetracapsuloides bryosalmonae sem veldur sýkingunni. Eðlilega vakna margar spurningar í kjölfar þessa fundar. Þar á meðal af hverju PKD−sýking skjóti fyrst upp kollinum nú. Enda þótt fullsnemmt sé að staðhæfa nokkuð í þessum efnum er ekki útilokað að hlýnun Elliðavatns eigi hér sök að máli. Myndin hér t.h. er af þráðmosungi (Fredericella sultana), sem er millihýsill fyrir sníkjudýrið. nánar -> |
 |
 |
27. nóvember 2008 |
|
 |
 Laugardaginn 29. nóvember verður haldin jólahátíð í Kópavogi á Hálsatorgi og í nærliggjandi menningarstofnunum. Kópavogsbúum og öðrum gestum er meðal annars boðið að taka þátt í laufabrauðsbakstri, hlusta á jólasöngva, fræðast um jólaköttinn og tendra á jólaljósunum á vinarbæjarjólatré Kópavogsbúa. Í Safnahúsinu bjóða Bókasafnið og Náttúrufræðistofan upp á vinsæla ævintýrið um Jólaköttinn fyrir 4-6 ára krakka. nánar -> |
 |
 |
17. nóvember 2008 |
|
 |
 Þessi jól sem endranær er krökkum á leikskólaaldri boðið á jólaævintýri í Safnahúsinu, Hamraborg 6a, dagana 1.-5. desember og 8.-12. desember 2008. Boðið er upp á tvo ævintýratíma, kl. 10:00 og 11:00. Heimsóknin varir í um 45 mínútur. Vinsamlega pantið tíma í síma 570 0450. nánar -> |
 |
 |
4. nóvember 2008 |
|
 |
 Náttúrufræðistofan gaf nýlega út fyrstu gagnaskýrsluna vegna vöktunar á lífríki og vatnsgæðum í Þingvallavatni, en um langtímaverkefni er að ræða sem hófst vorið 2007. Í stuttu máli sagt bendir flest til þess að ástand Þingvallavatns árið 2007 m.t.t. efna− og eðlisþátta og þörunga− og dýrasvifs úti í vatnsbolnum sé mjög gott og svipað því sem var fyrir um 30 árum. nánar -> |
 |
 |
28. september 2008 |
|
 |
 Ekvador verður í brennidepli á suður-amerískri menningarhátíð sem Kópavogsbær gengst fyrir og hefst laugardaginn 4. október nk. Fjölbreyttar sýningar verða í Salnum, Gerðarsafni og hér í Safnahúsinu hjá Náttúrufræðistofu og Bókasafni Kópavogs. Um dagskrána í heild má lesa á sérvef um Ekvador menningarhátíðina. nánar -> |
 |
 |
11. september 2008 |
|
 |
 Náttúrufræðistofunni barst á dögunum flundra (Platichthys flesus) sem veiddist í Kópavogslæk 3. september sl. Flundra er flatfiskur af kolaætt og einskonar nýbúi við Ísland, en hennar varð fyrst vart hér á landi í september 1999 þegar hún veiddist í Ölfusárósi. Kópavogsmeyjarnar Tinna Dofradóttir, Hera Katrín Aradóttir og Emilía Björg Atladóttir veiddu flundruna. nánar -> |
 |
 |
10. september 2008 |
|
 |
 Undanfarið hefur töluvert borið á fagurgrænum, grannvöxnum flugum utan á húsveggjum í mið- og vesturbæ Reykjavíkur. Þarna eru á ferð rykmý (Chironomidae) af ættkvíslinni Chironomus. Að öllum líkindum eiga flugurnar rætur að rekja til Reykjavíkurtjarnar og eða Vatnsmýrar. Tegundin sem um ræðir hefur ekki hlotið íslenskt heiti en skyld tegund er stóra toppflugan Chironomus islandicus, sem finnst í stöðuvötnum víða á landinu. nánar -> |
 |
 |
3. september 2008 |
|
 |
 Umhverfisráð Kópavogs stendur fyrir síðsumarsrölti fimmtudaginn 4. september til að kynna framtíðarskipulag og náttúrufar á svæðinu milli Heimsenda (hesthúsahverfinu) og Guðmundarlundar. Gangan hefst kl. 17:30 við Heimsenda. nánar -> |
 |
 |
7. ágúst 2008 |
|
 |
 Nýlokið er á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs og Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar ítarlegri rannsókn á ástandi Reykjavíkurtjarnar m.t.t. örvera og efna- og eðlisþátta. Vatnsgæði tjarnarinnar voru metin og tjörnin mengunarflokkuð í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns. Í ljós kom að Reykjavíkurtjörn er talsvert menguð, einkum m.t.t. saurgerla og næringarefna. nánar -> |
 |
 |
29. júlí 2008 |
|
 |
Náttúrufræðistofan og Bókasafn Kópavogs verða lokuð nú um verslunarmannahelgina, laugardaginn 2. ágúst til og með mánudags 4. ágúst. Góða helgi! nánar -> |
 |
 |
4. júlí 2008 |
|
 |
 Íslenski safnadagurinn í ár verður haldinn sunnudaginn 13. júlí næstkomandi. Sýningasalir Náttúrufræðistofunnar verða þá opnir eins og venja er á sunnudögum milli kl. 13 og 17 og aðgangur er sem fyrr ókeypis. Boðið verður upp á sérstaka leiðsögn um safnið og farið í plöntuskoðun á Borgarholtið. nánar -> |
 |
 |
29. apríl 2008 |
|
 |
 Kópavogsdagar hefjast laugardaginn 3. maí næstkomandi og standa yfir í viku fram til 11. maí. Þetta er í sjöunda skipti sem Kópavogsbær stendur að Kópavogsdögum. Að venju er í boði fjölbreytt dagskrá á vegum menningarstofnana bæjarins. Náttúrufræðistofa Kópavogs lætur ekki sitt eftir liggja á Kópavogsdögum og býður upp á viðburði af ýmsu tagi. nánar -> |
 |
 |
5. apríl 2008 |
|
 |
 Lokakeppni íslenskra grunnskóla í norrænu stærðfræðikeppninni verður haldin í Kópavogi dagana 22.–23. apríl nk. Þema keppninnar 2007–2008 er Stærðfræði og dýr. Sýning á verkefnum nema í 9. bekk frá 9 grunnskólum á landinu verður opnuð í Náttúrufræðistofunni þriðjudaginn 22. apríl og stendur fram á sunnudaginn 27. apríl. nánar -> |
 |
 |
21. febrúar 2008 |
|
 |
 Á Náttúrufræðistofu Kópavogs stendur til boða verkefni fyrir nemanda í meistaranámi við Háskóla Íslands. Verkefnið snýst um fæðu hornsíla (Gasterosteus aculeatus) og hugsanleg áhrif sílanna á samfélagsgerð smálífvera. Verkefnið er launað að hluta til en auk þess er ráðgert að sækja um styrk til þess. nánar -> |
 |
 |
8. febrúar 2008 |
|
 |
 Í kjölfar gróðureldanna miklu sem geisuðu á Mýrum vorið 2006 hófust strax það ár viðamiklar rannsóknir á brunanum og áhrifum eldanna á vistfræði svæðisins. Náttúrufræðistofa Kópavogs sér um rannsóknir á vatnsgæðum og vatnalífríki en um aðra þætti sjá Náttúrufræðistofnun Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskóli Íslands. Nýjustu rannsóknaniðurstöður á eðlis- og efnaþáttum frá sumrinu 2007 liggja nú fyrir hjá Náttúrufræðistofunni. nánar -> |
 |
|